Hringfarinn

HRINGFARINN

"Þetta ævintýri Kristjáns Gíslasonar er með því merkasta
og flottasta sem ég hef lesið og upplifað." Ellert B. Schram

Myanmar
Myanmar

Feðgarnir Mazin og Hamed in Dubai

Iran
Myanmar

Heimafólk í Myanmar

Chile
Myanmar

Eyðimörkin í Síle


Kristján Gíslason, Hringfari
Myanmar

"Aldrei hætta að þora"

Gísli, pabbi Kristjáns

Einn daginn var Kristjáni boðið að fara i mótorhjólaferð með góðvini sínum um Vestfirðina. Þetta var hans fyrsta mótorhjólaferð og vissi ekki við hverju hann átti að búast. Hann heillaðist að upplifuninni við þennan ferðamáta, allt frelsið sem því fylgdi og að sjá nærumhverfið í öðru ljósi. Hann heillaðist í raun svo mikið að tveimur árum síðar, 58 ára gamall, er hann lagður af stað í kringum hnöttinn á mótorhjóli með myndavél og opinn huga. Á 10 mánuðum upplifði hann frá fyrstu hendi hvernig fólk lifir víðsvegar um heiminn og fékk að sjá heiminn i nýju ljósi.

Bók sem fer allan hringinn

Síðast úthlutaði Styrktarsjóður Hringfarans 5 milljónir króna til verkefnisins Óminni sem þau Kristján Ernir Björgvinsson, Sólrún Freyja Sein og Eyþór Gunnlaugsson stóðu fyrir. Óminni er þriggja þátta forvarnarheimildaþáttur um fíkniefnavandann á Íslandi sem sýndur var á Stöð 2 og Vísi. Hægt er að sjá stiklu úr þáttunum hér að neðan.

Hringfarinn heimildamynd

Brot úr heimildamynd sem RÚV sýndi í nóvember 2018

Sögustund með sjálfum Hringfaranum

Kristján Hringfari heldur reglulega erindi um ferð sína umhverfis jörðina. Þetta er ekki saga mótorhjólakappa á þeysireið um veröldina heldur mannlífsrannsóknir ferðalangs í hnattferð á mótorhjóli. Kristján er fyrstur Íslendinga til að fara einn á farartæki umhverfis jörðina.

Hægt er að bóka fyrirlestur hjá Kristjáni:
kristjan.gisla@gmail.com
820-1010

Hringfarinn
Hringfarinn
Hringfarinn
Hringfarinn
Hringfarinn